LÝÐRÆÐISLEG GILDI, SAMRÆÐA OG HLUTVERK MENNTUNAR
Ákvæði grunnskólalaga um að búa eigi nemendur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi er hér skoðað í ljósi hugmynda Sigrúnar Aðalbjarnardóttur. Skólastarf í anda þessa ákvæðis veltur óhjákvæmilega á því hvaða skilningur er lagður í lýðræði, hvað það þýði að búa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Kynnt eru til sögunnar þrjú lýðræðisviðhorf sem fela í sér ólíka sýn […]



