Entries by Anna Bjarnadóttir

NEMENDUR AF ERLENDUM UPPRUNA: REYNSLA FORELDRA OG KENNARA AF NÁMI OG KENNSLU

Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið í íslenskum skólum. Það kallar á að skólar bregðist við námsþörfum þessa nemendahóps. Markmið þessarar greinar er að fjalla um reynslu kennara og foreldra af menntun nemenda af erlendum uppruna. Í eigindlegri rannsókn voru tekin viðtöl við þrjátíu og átta grunnskólakennara um reynslu þeirra af því að kenna […]

NÁM Í SKÓLA OG Á VINNUSTAÐ: VIÐHORF OG REYNSLA SVEINA, KENNARA OG MEISTARA AF TVÍSKIPTU KERFI LÖGGILTRA IÐNGREINA

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig nám í tvískiptu kerfi löggiltra iðngreina fer fram á Íslandi, nánar tiltekið hvort samfella sé í skipulagi námsins og samhengi milli námsins í skóla og á vinnustað. Tekin voru viðtöl við sveina, kennara og meistara (átta í hverjum hóp) í fjórum iðngreinum. Niðurstöður benda til þess að tvískipta kerfið […]

AÐGENGI FULLORÐINNA AÐ NÁMI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI: STOFNANA- OG AÐSTÆÐUBUNDNAR HINDRANIR Á MENNTAVEGI

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða hindranir mæta fullorðnu fólki sem hefur hug á að ljúka námi á framhaldsskólastigi. Tekin voru viðtöl við átta einstaklinga á aldrinum 25–30 ára sem stunda nám á vegum framhaldsfræðslunnar og eru í aðfaranámi. Í frásögnum þeirra vógu aðstæðu- og stofnanabundnar hindranir mun þyngra en viðhorfsbundnar hindranir. Helsta hindrun […]

,

MÁ REKJA MUN Á LESSKILNINGI KYNJANNA TIL MISMIKILLAR ÞÁTTTÖKU Í SKÓLASTARFI?

Kynjamunur á lesskilningi, þar sem stúlkur standa sig betur en drengir, er nokkuð þekktur víða um heim. Einnig er vitað að virk þátttaka stúlkna í skólastarfi er meiri en drengja en tengsl virkrar þátttöku í skólastarfi og lesskilnings eru hins vegar minna þekkt. Aukin þekking á þessu sviði getur átt þátt í að bæta lesskilning […]

MAT KENNARA Á FÉLAGSLEGUM TENGSLUM Í GRUNNSKÓLUM OG SAMBAND ÞEIRRA VIÐ NÁMSÁRANGUR OG STARFSHÆTTI

Í þessari grein er dregin upp mynd af félagslegum tengslum kennara í 20 íslenskum grunnskólum. Nýtt voru gögn sem safnað var í rannsóknarverkefninu Starfshættir í íslenskum grunnskólum frá kennurum og foreldrum í 20 grunnskólum auk gagna frá Menntamálastofnun um niðurstöður á samræmdum prófum. Búinn var til kvarði, sem metur félagsleg tengsl á grundvelli svara 440 […]

,

Um bókina Leikum, lærum, lifum

Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir (ritstjórar). (2016). Leikum, lærum, lifum: Um grunnþætti menntunar í leikskólastarfi. Reykjavík: RannUng og Háskólaútgáfan. 271 bls. Tilurð bókarinnar verður beint rakin til starfendarannsóknar sem fór fram í fimm sveitarfélögum og ber heitið: Leikum, lærum, lifum. Bókin er fag- og fræðibók um uppeldi og menntun ungra barna. Hún kom út […]

,

A CROSS-CULTURAL ADAPTATION AND VALIDATION OF THE ICELANDIC VERSION OF THE MUSIC MODEL OF ACADEMIC MOTIVATION INVENTORY

We describe the cross-cultural adaptation of the middle and high school version of the MUSIC® Model of Academic Motivation Inventory (Jones, 2012) into Icelandic, in order to provide Icelandic educators with a tool to assess motivation and guide the selection of teaching strategies. The inventory measures students´ perceptions of the five components of the MUSIC® […]

SJÓNARMIÐ STÆRÐFRÆÐI- OG VERKGREINAKENNARA Í FRAMHALDSSKÓLUM UM HVAÐA ÖFL HAFA ÁHRIF Á STARFSHÆTTI: NÁMSMAT OG UPPLÝSINGATÆKNI

Í greininni er fjallað um sjónarmið framhaldsskólakennara um hvað mótar störf þeirra sem tengjast námsmati og upplýsingatækni. Efniviðurinn er viðtöl við sex verkgreinakennara í ólíkum greinum og sex stærðfræðikennara í átta skólum tekin 2013 og 2014. Við greininguna var beitt tæki sem þróað var til að draga fram forsendur og sjónarmið kennaranna um hvað mótar […]

VIÐHORF UNGMENNA Í ÍSLENSKU FJÖLMENNINGARSAMFÉLAGI TIL MENNINGAR- OG TRÚARLEGS MARGBREYTILEIKA

Breytingar á samfélögum nútímans í átt til aukins fjölbreytileika hafa víðtæk áhrif á líf ungs fólks. Í íslensku samfélagi hefur hlutfall íbúa sem ekki hafa íslenskan ríkisborgararétt aukist undanfarna áratugi (Hagstofa Íslands, 2015a) og trúarlegur fjölbreytileiki vaxið (Hagstofa Íslands, 2015b). Markmið greinarinnar er að lýsa viðhorfum ungmenna til fjölbreytileika fólks í íslensku samfélagi hvað varðar […]