UM TUM

Timarit um uppeldi og menntun er fræðilegt tímarit á sviði menntavísinda, gefið út í samstarfi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og Félags um menntarannsóknir. Tímaritið varð til árið 2016 með samruna tveggja eldri tímarita: Uppeldi og menntun og Tímarit um menntarannsóknir. Ritstjórar eru tveir, annar tilnefndur af Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hinn af Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri Í ráðgefandi ritnefnd eru tveir fulltrúar Menntavísindasviðs HÍ, tveir fulltrúar Hug- og félagsvísindasviðs HA og tveir fulltrúar tilnefndir af Félagi um menntarannsóknir. Frumútgáfa tímaritsins er á vefslóðinni: https://ojs.hi.is/index.php/tuuom

Tímarit um uppeldi og menntun kemur út tvisvar á ári og er tekið á móti greinum allt árið. Tímaritið birtir greinar að jafnaði í þeirri röð sem þær eru tilbúnar til birtingar. 

Megintilgangur tímaritsins er að auka þekkingu og faglega umræðu um uppeldis og menntamál á Íslandi með því að birta fræðilegt efni í formi ritrýndra greina, ritdóma og ítardóma. Skilyrði fyrir birtingu ritrýndra fræðigreina er að þær feli í sér nýnæmi og hafi ekki birst á öðrum vettvangi. Greinar geta verið á íslensku eða ensku en greinar á ensku skulu fela í sér alþjóðlegt nýnæmi.

Það kostar ekkert að senda inn grein í fræðiritið og enginn umsýslukostnaður er innheimtur vegna ritrýniferlis eða útgáfu. Greinar sem birtast í tímaritinu birtast einnig í Opnum vísindum