Entries by Anna Bjarnadóttir

„MAÐUR ER BARA SINN EIGIN SKAPARI“: STAÐBUNDIN STARFSTENGD SJÁLFSMYND ÍSLENSKRA UNGMENNA Í HNATTVÆDDUM HEIMI

Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun íslenskra ungmenna af mótun eigin náms- og starfsferils í hnattvæddum heimi í því skyni að öðlast innsýn í starfstengda sjálfsmynd þeirra. Frásagnarnálgun McAdams (2015) var beitt þegar tekin voru viðtöl við sex 22 ára ungmenni. Niðurstöður sýna að marg- og síbreytileiki vinnumarkaðar, minna starfsöryggi og hverfult efnahagsástand veldur þátttakendum […]

,

Um Byrjendalæsi

Rúnar Sigþórsson og Gretar L. Marinósson (ritstjórar). (2017). Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Háskólinn á Akureyri. 473 bls. Í bókinni er greint frá umfangsmikilli rannsókn á aðferðum og innleiðingu Byrjendalæsis. Höfundar, ellefu að tölu, ræða Byrjendalæsi sem aðferð en til þess mætti ekki síður vísa sem ákveðinnar nálgunar í námi og […]

LISTIN AÐ MENNTA SUMARSKÁLD: UM KENNINGAR DR. BRODDA JÓHANNESSONAR

Dr. Broddi Jóhannesson var einn áhrifamesti skólamaður tuttugustu aldar á Íslandi. Hann lét til sín taka á nánast öllum sviðum menntunar- og skólastarfs. Broddi var sjálfstæður hugsuður. Hann fléttaði saman vísindarannsóknir, íslenska bændamenningu, eigin athuganir og reynslu á afar frumlegan og sérstæðan hátt. Reyndar setti hann aldrei fram grundvallarkenningar sínar í samræmdri heild. Hann bauð […]

NEMENDUR AF ERLENDUM UPPRUNA: REYNSLA FORELDRA OG KENNARA AF NÁMI OG KENNSLU

Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið í íslenskum skólum. Það kallar á að skólar bregðist við námsþörfum þessa nemendahóps. Markmið þessarar greinar er að fjalla um reynslu kennara og foreldra af menntun nemenda af erlendum uppruna. Í eigindlegri rannsókn voru tekin viðtöl við þrjátíu og átta grunnskólakennara um reynslu þeirra af því að kenna […]

NÁM Í SKÓLA OG Á VINNUSTAÐ: VIÐHORF OG REYNSLA SVEINA, KENNARA OG MEISTARA AF TVÍSKIPTU KERFI LÖGGILTRA IÐNGREINA

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig nám í tvískiptu kerfi löggiltra iðngreina fer fram á Íslandi, nánar tiltekið hvort samfella sé í skipulagi námsins og samhengi milli námsins í skóla og á vinnustað. Tekin voru viðtöl við sveina, kennara og meistara (átta í hverjum hóp) í fjórum iðngreinum. Niðurstöður benda til þess að tvískipta kerfið […]

AÐGENGI FULLORÐINNA AÐ NÁMI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI: STOFNANA- OG AÐSTÆÐUBUNDNAR HINDRANIR Á MENNTAVEGI

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða hindranir mæta fullorðnu fólki sem hefur hug á að ljúka námi á framhaldsskólastigi. Tekin voru viðtöl við átta einstaklinga á aldrinum 25–30 ára sem stunda nám á vegum framhaldsfræðslunnar og eru í aðfaranámi. Í frásögnum þeirra vógu aðstæðu- og stofnanabundnar hindranir mun þyngra en viðhorfsbundnar hindranir. Helsta hindrun […]

,

MÁ REKJA MUN Á LESSKILNINGI KYNJANNA TIL MISMIKILLAR ÞÁTTTÖKU Í SKÓLASTARFI?

Kynjamunur á lesskilningi, þar sem stúlkur standa sig betur en drengir, er nokkuð þekktur víða um heim. Einnig er vitað að virk þátttaka stúlkna í skólastarfi er meiri en drengja en tengsl virkrar þátttöku í skólastarfi og lesskilnings eru hins vegar minna þekkt. Aukin þekking á þessu sviði getur átt þátt í að bæta lesskilning […]

MAT KENNARA Á FÉLAGSLEGUM TENGSLUM Í GRUNNSKÓLUM OG SAMBAND ÞEIRRA VIÐ NÁMSÁRANGUR OG STARFSHÆTTI

Í þessari grein er dregin upp mynd af félagslegum tengslum kennara í 20 íslenskum grunnskólum. Nýtt voru gögn sem safnað var í rannsóknarverkefninu Starfshættir í íslenskum grunnskólum frá kennurum og foreldrum í 20 grunnskólum auk gagna frá Menntamálastofnun um niðurstöður á samræmdum prófum. Búinn var til kvarði, sem metur félagsleg tengsl á grundvelli svara 440 […]

,

Um bókina Leikum, lærum, lifum

Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir (ritstjórar). (2016). Leikum, lærum, lifum: Um grunnþætti menntunar í leikskólastarfi. Reykjavík: RannUng og Háskólaútgáfan. 271 bls. Tilurð bókarinnar verður beint rakin til starfendarannsóknar sem fór fram í fimm sveitarfélögum og ber heitið: Leikum, lærum, lifum. Bókin er fag- og fræðibók um uppeldi og menntun ungra barna. Hún kom út […]

,

A CROSS-CULTURAL ADAPTATION AND VALIDATION OF THE ICELANDIC VERSION OF THE MUSIC MODEL OF ACADEMIC MOTIVATION INVENTORY

We describe the cross-cultural adaptation of the middle and high school version of the MUSIC® Model of Academic Motivation Inventory (Jones, 2012) into Icelandic, in order to provide Icelandic educators with a tool to assess motivation and guide the selection of teaching strategies. The inventory measures students´ perceptions of the five components of the MUSIC® […]