„MAÐUR ER BARA SINN EIGIN SKAPARI“: STAÐBUNDIN STARFSTENGD SJÁLFSMYND ÍSLENSKRA UNGMENNA Í HNATTVÆDDUM HEIMI
Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun íslenskra ungmenna af mótun eigin náms- og starfsferils í hnattvæddum heimi í því skyni að öðlast innsýn í starfstengda sjálfsmynd þeirra. Frásagnarnálgun McAdams (2015) var beitt þegar tekin voru viðtöl við sex 22 ára ungmenni. Niðurstöður sýna að marg- og síbreytileiki vinnumarkaðar, minna starfsöryggi og hverfult efnahagsástand veldur þátttakendum […]