Entries by Anna Bjarnadóttir

,

KENNSLUHÆTTIR NÁTTÚRUFRÆÐA Í SKYLDUNÁMI

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað einkenndi kennsluhætti í náttúrufræði á öllum stigum grunnskólans, hvort og hvernig áherslur aðalnámskrár birtust í kennslunni. Með þessu er þess vænst að veita megi upplýsingar um náttúrufræðikennslu sem nýst gætu við stefnumótun og starfsþróun kennara. Gögnum var safnað um skipulag kennslunnar og aðbúnað. Byggt var á vettvangsathugunum úr 23 […]

,

ÚTHLUTUN OG RÁÐSTÖFUN FJÁRMUNA Í GRUNNSKÓLA FYRIR ALLA

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á núverandi úthlutun og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla með það í huga að skoða hvaða breytinga er þörf til að fjármögnun styðji starfshætti sem einkenna hugmyndafræði og stefnu um menntun fyrir alla. Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem byggt var á gögnum úr samstarfsverkefni þrettán sveitarfélaga um fjármögnun menntunar fyrir […]

,

STARFENDARANNSÓKN TIL STARFSÞRÓUNAR LEIKSKÓLAKENNARA: ÁVINNINGUR OG ÁSKORANIR

Starfendarannsóknir eru rannsóknir sem gjarnan eru gerðar af starfandi kennurum og stundum í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Markmiðið er að breyta og bæta starf og starfshætti og hefur nálgunin reynst vel fyrir starfsþróun kennara. Í þessari rannsókn unnu sjö leikskólakennarar að eigin starfsþróun í nánu samstarfi við einn háskólakennara. Í greininni er gerð grein fyrir […]

,

„DRASL SEM GULL“: ÁHERSLA LEIKSKÓLA Á OPINN EFNIVIÐ OG VAL BARNA Á LEIKJUM Í KYNJAFRÆÐILEGU LJÓSI

Markmið rannsóknarinnar var að skoða leikefni í nokkrum leikskólum út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kanna viðhorf leikskólakennara til leiks og leikefnis barna. Fylgst var með starfi einnar elstu deildar í sex leikskólum hluta úr degi og tekin viðtöl við deildarstjórana. Áhorfið var notað sem umræðugrundvöllur í viðtölunum en einnig voru deildirnar og leikefnið sem þar […]

,

VINATENGSL UNGLINGA OG STUÐNINGUR VINA EFTIR UPPRUNA

Þau tengsl sem unglingar mynda við flutning til nýs lands geta ráðið miklu um líðan þeirra og velferð. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinatengsl eftir uppruna unglinga. Kannaður var fjöldi vina af íslenskum og erlendum uppruna og stuðningur frá þeim, tengsl vinafjölda og hlutfalls nemenda af erlendum uppruna í skóla þátttakenda og tengsl […]

,

„LEYFUM BÖRNUNUM AÐ BLÓMSTRA ÞAR SEM ÞAU HAFA STYRKLEIKANA“. REYNSLA FORELDRA AF STUÐNINGI VIÐ BÖRN MEÐ NÁMSERFIÐLEIKA

Hér er sagt frá niðurstöðum rannsóknar á upplifun og reynslu foreldra barna sem stríða við námserfiðleika í grunnskólum og hafa verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika, tilfinninga- og félagslega erfiðleika og tourette-heilkenni. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem snýst um stuðning við grunnskólanemendur með námserfiðleika. Markmið þessa hluta rannsóknarinnar var að […]

,

FULLGILDI LEIKSKÓLABARNA Í FJÖLBREYTTUM BARNAHÓPI: SÝN OG REYNSLA FORELDRA

Markmið rannsóknarinnar var að leita eftir sjónarmiðum foreldra um samstarf, starfshætti, samskipti og félagslega þætti leikskólastarfs í leikskóla barna þeirra. Börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn geta staðið höllum fæti þegar kemur að félagslegum þáttum starfsins. Tilgangurinn er að fá innsýn í sjónarmið foreldra um fullgildi barna þeirra í leikskólastarfi og varpa þannig ljósi á […]

,

HVERNIG GENGUR LEIKSKÓLAKENNURUM OG GRUNNSKÓLAKENNURUM AÐ SAMRÆMA VINNU OG EINKALÍF?

Almenn vellíðan fylgir því að ráða við daglegar áskoranir í lífinu, svo sem að geta haldið jafnvægi milli þeirra ólíku hlutverka sem við gegnum daglega. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig leikskólakennurum og grunnskólakennurum gengi að samræma vinnu og einkalíf og skoða tengsl þess við starfsánægju, löngun til að hætta í starfi, starfskröfur og […]

,

STYÐJANDI ÞÆTTIR Í STARFI GRUNNSKÓLA VIÐ KARLKYNS NÝLIÐA

Rannsóknin er um fyrstu tvö ár sjö kennslukarla í starfi sem grunnskólakennarar. Spurt var: Hvaða og hvers konar formlegir sem óformlegir þættir í skólunum reyndust styðjandi við starf nýju kennslukarlanna? Fram kom að formleg leiðsögn var takmörkuð en margt í starfi skólanna reyndist þeim notadrjúgt, þar með taldar góðar móttökur og vinsamlegt viðmót. Samvinnan við […]

FAGLEGT LÆRDÓMSSAMFÉLAG OG STARFSÁNÆGJA Í LEIKSKÓLUM

Áhersla hefur verið lögð á það í aðalnámskrá og víðar að leikskólar starfi eftir hugmyndum um lærdómssamfélag. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á stöðu faglegs lærdómssamfélags innan leikskóla og tengsl þess við menntunarlega stöðu og starfsánægju starfsfólks. Spurningakönnun var send til starfsfólks, annars en stjórnenda, á fimm leikskólum, byggð á mælitæki sem mælir […]