""

Kristján Jóhann Jónsson og Ásgrímur Angantýsson (ritstjórar). (2018). Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum. Reykjavík: Háskólaútgáfan. 273 bls.

Bókin Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum kom út í kilju hjá Háskólaútgáfunni árið 2018. Hún byggist á skrifum um rannsóknarverkefnið Íslenska sem námsgrein og kennslutunga (skammstafað ÍNOK). Að því komu Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kennaradeild Háskólans á Akureyri, Íslensku- og menningardeild Hugvísindasviðs Háskóla Íslands, fjórtán meistaranemar og tveir doktorsnemar. Rannsóknin hlaut styrki úr Áslaugarsjóði, frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands. Fræðilegur ritstjóri var Soffía Auður Birgisdóttir og ráðgjafi Gerður G. Óskarsdóttir. Inga Berg Gísladóttir og Katrín Jónsdóttir afrituðu viðtölin. Rafn Kjartansson þýddi útdrátt hvers kafla á ensku.

Höfundur: Svanhildur Kr. Sverrisdóttir

Sjá ritdóm

Um höfundinn

Svanhildur Kr. Sverrisdóttir (svanhildur@malborg.is) er doktor í menntunarfræði. Hún er sjálfstætt starfandi fræðimaður og formaður Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Sérsvið hennar er kennsluhættir og íslenskukennsla. Svanhildur hefur reynslu af kennslu á öllum skólastigum, stjórnsýslu, ritstjórn, verkefnisstjórn og námsefnisgerð.