Entries by Anna Bjarnadóttir

,

SKÓLASTJÓRAR Í GRUNNSKÓLUM – TILFÆRSLUR Í STARFI 1998 TIL 2020

Starfsmannavelta meðal skólastjóra í grunnskólum hér á landi hefur ekki mikið verið rannsökuð. Helsti hvati slíkra rannsókna er að kanna hreyfanleika eða stöðugleika í starfi því rannsóknir benda almennt til þess að mikil starfsmannavelta í skólumn hafi neikvæð áhrif á skólastarf. Þessi rannsókn byggist á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um skólastjóra sem störfuðu í íslenskum […]

,

„ÞETTA ER BARA AÐ HOPPA ÚT Í DJÚPU LAUGINA OG GERA SITT BESTA“: UPPLIFUN OG LÍÐAN GRUNNSKÓLAKENNARA Í UPPHAFI STARFS

Vísbendingar eru um að vanlíðan kennara í starfi sé að aukast og eru helstar ástæður taldar vera aukið álag í starfi og skortur á stuðningi sem aftur tengist líkum á því að nýliðar hætti störfum. Rannsóknin er um upplifun og líðan grunnskólakennara í upphafi starfs. Tekin voru eigindleg viðtöl við níu kennara sem allir eru […]

,

FARSÆLD SEM MARKMIÐ MENNTUNAR: ÁKALL UM AÐGERÐIR

Greinin fjallar um tengsl farsældar og menntunar á Íslandi með hliðsjón af hræringum á sviði alþjóðlegrar menntastefnu og nýjustu rannsóknum á sviðinu. Sérstaklega er fjallað um svokallaða farsældarkenningu í menntun sem hverfist meðal annars um heildstæða sýn á þroska, nám og hæfni nemenda og hvernig íslenska menntasamfélagið þarf að bregðast við á næstu misserum og […]

,

KÆRA STÆRÐFRÆÐI: UM BÓKINA DEAR MATH

Sarah Strong og Gigi Butterfield. (2022). Dear Math: Why Kids Hate Math and What Teachers Can Do About It. Times 10 Publications, Highland Heights, Ohio, 264 bls. Bókin er byggð á bréfum sem nemendur skrifuðu til stærðfræði. Út frá bréfunum og 15 ára reynslu sinni sem kennari segir Sarah Strong áhugaverða sögu með fræðilegri skírskotun. […]

,

Mismunandi gengi nemenda í PISA 2012 í stærðfræði eftir stærð skóla: Hefur menntun og starfsreynsla kennara áhrif?

Athugun á niðurstöðum í stærðfræði í PISA-rannsókninni 2003 sýndi að árangur nemenda í tveimur stærstu skólunum var marktækt betri en í minni skólum. Sérstaklega var árangurinn slakur í skólum með 11–25 þátttakendur. Athugun á árangri í dönskum skólum í sömu PISA-rannsókn sýndi einnig betra gengi í stórum skólum en litlum. Þegar niðurstöður PISA 2012 á […]

,

SKÓLAR OG LÝÐRÆÐI

Guðmundur Heiðar Frímannsson. (2018). Skólar og lýðræði: Um borgaramenntun. Reykjavík: Háskólaútgáfan. 298 bls. Frá árinu 1974 hefur lýðræði verið yfirlýst markmið íslensks skólakerfis og þegar árið 1946 var hugmyndin eða hugsjónin um lýðræði notuð til að réttlæta skipulag þessa sama kerfis. En hvað er lýðræðislegur skóli? Þótt íslensk skólasaga sé öðrum þræði átakasaga hefur lítið […]

,

FAGLEG FORYSTA EÐA STJÓRNUN Í ERLI DAGSINS: HLUTVERK OG STAÐA AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRA Í GRUNNSKÓLUM REYKJAVÍKUR

Niðurstöður rannsókna á erlendum vettvangi sýna að hlutverk aðstoðarskólastjóra í stjórnun og forystu skóla verður umfangsmeira eftir því sem kröfur um árangur nemenda aukast og skólastarf verður flóknara. Einnig sýna rannsóknir að hlutverk aðstoðarskólastjóra í grunnskólum getur verið mjög margþætt og brotakennt. Greinin fjallar um reynslu aðstoðarskólastjóra af hlutverki sínu og stöðu þegar kemur að […]

,

FULLGILDI Í LEIKSKÓLA: SJÓNARMIÐ BARNA OG STARFSFÓLKS

Markmið rannsóknarinnar er að bæta við þekkingu á sýn leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á þátttöku sína og vellíðan í leikskólanum. Einnig voru könnuð viðbrögð starfsfólks leikskólans við sjónarmiðum barnanna. Hugtakið fullgildi (e. belonging) var notað til að varpa ljósi á félagsleg samskipti og þátttöku barnanna í samfélagi leikskólans. Rannsóknin var gerð á leikskóladeild þar sem […]

,

FÉLAGSUPPELDISFRÆÐI: FÉLAGSFRÆÐI OG STARF Á VETTVANGI

Félagsuppeldisfræði og félagsfræði spruttu úr sama jarðvegi. Í fræðigreininni félagsfræði reyndu menn að skilja örar samfélagsbreytingar og félagsfræðingar sáu að nútímavæðing skapaði viðkvæma hópa sem þurftu sérstakan stuðning. Á sama tíma varð félagsuppeldisfræðin til sem samheiti yfir margvíslegt menntunarstarf, sem leitast við að efla samfélagsþátttöku þeirra sem standa höllum fæti. Samspil félagsfræði og félagsuppeldisfræði hefur […]

,

VITSMUNALEG ÁSKORUN Í STÆRÐFRÆÐIKENNSLU Á UNGLINGASTIGI

Markmið þessarar myndbandsrannsóknar var að meta vitsmunalega áskorun í stærðfræðikennslu á unglingastigi. Alls voru 34 kennslustundir í stærðfræði í 8. bekk í 10 skólum teknar upp og greindar ásamt 144 viðfangsefnum sem lögð voru fyrir. Greining gagna leiddi í ljós að meirihluti viðfangsefna fól í sér að beita tilteknum reikniaðferðum við úrlausn þeirra. Jafnframt virtist […]