Entries by Anna Bjarnadóttir

AÐDRAGANDI, TILURÐ OG INNTAK ÍSLENSKRAR LÖGGJAFAR UM LÝÐSKÓLA

Um miðja nítjándu öld komu fram í Danmörku hugmyndir um annars konar nám en hefðbundið bóknám fyrir ungmenni landsins. Á grunni þeirra voru stofnaðir skólar í Danmörku sem nefndir voru lýðháskólar. Breiddust þeir hratt út á Norðurlöndum en festu ekki rætur á Íslandi með sama hætti. Samt sem áður hefur hugmyndafræði lýðháskólanna lifað hér á […]

MÓTUN VIÐHORFA KENNARANEMA TIL STÆRÐFRÆÐI OG TENGSL VIÐ ÁRANGUR

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að algengt er að kennaranemar um allan heim hafi neikvæðar tilfinningar gagnvart stærðfræði og neikvæða mynd af sjálfum sér sem stærðfræðiiðkendum Í þessari rannsókn er sjónum beint að viðhorfum íslenskra kennaranema til stærðfræði og hvernig þau viðhorf mótast og þróast yfir tíma. 76 nemendur á öðru ári í kennaranámi skrifuðu um […]

ART VIRÐIST SMART: ÁRANGUR AF REIÐISTJÓRNUNARÚRRÆÐINU ART FYRIR BÖRN

Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur af reiðistjórnunarúrræðinu ART. Mat á árangri ART byggðist á svörum frá tólf börnum, tíu foreldrum þeirra og tólf kennurum þeirra. Notaðir voru ASEBA-listar sem eru skimunarlistar og mæla ýmis vandkvæði, fyrir og eftir ART, til að meta árangur úrræðisins. Marktækt færri vandkvæði komu fram hjá börnunum eftir ART en […]

ÞEGAR ENGINN ER Á MÓTI ER ERFITT AÐ VEGA SALT: REYNSLA NEMENDA AF ERLENDUM UPPRUNA AF ÍSLENSKUM GRUNNSKÓLA

Frá síðustu aldamótum hefur íslenskt samfélag tekið hröðum breytingum og hefur hlutfall íbúa sem teljast innflytjendur aukist úr 2,6% árið 2000 í 15% árið 2020 (Hagstofa Íslands, e.d.). Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að öðlast skilning á upplifun, samskiptum og félagslegri þátttöku nemenda af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum með það að […]

„ÁFRAM Í GEGNUM ÞENNAN BRIMSKAFL“: GREINING Á TILKYNNINGUM REKTORS HÁSKÓLA ÍSLANDS Á TÍMUM COVID 19

Mikilvægt er að standa vörð um jafnrétti kynjanna á tímum Covid 19 þar sem búast má við bakslagi, bæði vegna þess að staða undirskipaðra hópa versnar enn frekar og á óvissutímum er hætta á að jafnréttisáherslur mæti afgangi. Í greininni eru tilkynningar rektors Háskóla Íslands til nemenda og starfsfólks í kórónuveirufaraldrinum greindar út frá sjónarmiðum […]

,

KENNSLUHÆTTIR NÁTTÚRUFRÆÐA Í SKYLDUNÁMI

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvað einkenndi kennsluhætti í náttúrufræði á öllum stigum grunnskólans, hvort og hvernig áherslur aðalnámskrár birtust í kennslunni. Með þessu er þess vænst að veita megi upplýsingar um náttúrufræðikennslu sem nýst gætu við stefnumótun og starfsþróun kennara. Gögnum var safnað um skipulag kennslunnar og aðbúnað. Byggt var á vettvangsathugunum úr 23 […]

,

ÚTHLUTUN OG RÁÐSTÖFUN FJÁRMUNA Í GRUNNSKÓLA FYRIR ALLA

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á núverandi úthlutun og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla með það í huga að skoða hvaða breytinga er þörf til að fjármögnun styðji starfshætti sem einkenna hugmyndafræði og stefnu um menntun fyrir alla. Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem byggt var á gögnum úr samstarfsverkefni þrettán sveitarfélaga um fjármögnun menntunar fyrir […]

,

STARFENDARANNSÓKN TIL STARFSÞRÓUNAR LEIKSKÓLAKENNARA: ÁVINNINGUR OG ÁSKORANIR

Starfendarannsóknir eru rannsóknir sem gjarnan eru gerðar af starfandi kennurum og stundum í samstarfi við utanaðkomandi aðila. Markmiðið er að breyta og bæta starf og starfshætti og hefur nálgunin reynst vel fyrir starfsþróun kennara. Í þessari rannsókn unnu sjö leikskólakennarar að eigin starfsþróun í nánu samstarfi við einn háskólakennara. Í greininni er gerð grein fyrir […]

,

„DRASL SEM GULL“: ÁHERSLA LEIKSKÓLA Á OPINN EFNIVIÐ OG VAL BARNA Á LEIKJUM Í KYNJAFRÆÐILEGU LJÓSI

Markmið rannsóknarinnar var að skoða leikefni í nokkrum leikskólum út frá kynjafræðilegu sjónarhorni og kanna viðhorf leikskólakennara til leiks og leikefnis barna. Fylgst var með starfi einnar elstu deildar í sex leikskólum hluta úr degi og tekin viðtöl við deildarstjórana. Áhorfið var notað sem umræðugrundvöllur í viðtölunum en einnig voru deildirnar og leikefnið sem þar […]