NÁTTÚRUVÍSINDAMENNTUN Á YNGRI STIGUM SKYLDUNÁMS: VIÐHORF UMSJÓNARKENNARA Á YNGSTA STIGI OG MIÐSTIGI GRUNNSKÓLA TIL KENNSLU NÁTTÚRUVÍSINDA
Með þátttöku íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum (TIMSS, PISA o.fl.) hefur náttúruvísindamenntun ótvírætt hlotið vaxandi athygli. Jafnframt hefur hugmyndinni um „náttúruvísindamenntun fyrir alla“ vaxið fiskur um hrygg. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla til kennslu náttúruvísinda og skoða aðstæður til náms og kennslu. Hugmyndir þriggja reyndra náttúrufræðikennara […]