Entries by Anna Bjarnadóttir

,

MÁ REKJA MUN Á LESSKILNINGI KYNJANNA TIL MISMIKILLAR ÞÁTTTÖKU Í SKÓLASTARFI?

Kynjamunur á lesskilningi, þar sem stúlkur standa sig betur en drengir, er nokkuð þekktur víða um heim. Einnig er vitað að virk þátttaka stúlkna í skólastarfi er meiri en drengja en tengsl virkrar þátttöku í skólastarfi og lesskilnings eru hins vegar minna þekkt. Aukin þekking á þessu sviði getur átt þátt í að bæta lesskilning […]

MAT KENNARA Á FÉLAGSLEGUM TENGSLUM Í GRUNNSKÓLUM OG SAMBAND ÞEIRRA VIÐ NÁMSÁRANGUR OG STARFSHÆTTI

Í þessari grein er dregin upp mynd af félagslegum tengslum kennara í 20 íslenskum grunnskólum. Nýtt voru gögn sem safnað var í rannsóknarverkefninu Starfshættir í íslenskum grunnskólum frá kennurum og foreldrum í 20 grunnskólum auk gagna frá Menntamálastofnun um niðurstöður á samræmdum prófum. Búinn var til kvarði, sem metur félagsleg tengsl á grundvelli svara 440 […]

,

Um bókina Leikum, lærum, lifum

Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir (ritstjórar). (2016). Leikum, lærum, lifum: Um grunnþætti menntunar í leikskólastarfi. Reykjavík: RannUng og Háskólaútgáfan. 271 bls. Tilurð bókarinnar verður beint rakin til starfendarannsóknar sem fór fram í fimm sveitarfélögum og ber heitið: Leikum, lærum, lifum. Bókin er fag- og fræðibók um uppeldi og menntun ungra barna. Hún kom út […]

,

A CROSS-CULTURAL ADAPTATION AND VALIDATION OF THE ICELANDIC VERSION OF THE MUSIC MODEL OF ACADEMIC MOTIVATION INVENTORY

We describe the cross-cultural adaptation of the middle and high school version of the MUSIC® Model of Academic Motivation Inventory (Jones, 2012) into Icelandic, in order to provide Icelandic educators with a tool to assess motivation and guide the selection of teaching strategies. The inventory measures students´ perceptions of the five components of the MUSIC® […]

SJÓNARMIÐ STÆRÐFRÆÐI- OG VERKGREINAKENNARA Í FRAMHALDSSKÓLUM UM HVAÐA ÖFL HAFA ÁHRIF Á STARFSHÆTTI: NÁMSMAT OG UPPLÝSINGATÆKNI

Í greininni er fjallað um sjónarmið framhaldsskólakennara um hvað mótar störf þeirra sem tengjast námsmati og upplýsingatækni. Efniviðurinn er viðtöl við sex verkgreinakennara í ólíkum greinum og sex stærðfræðikennara í átta skólum tekin 2013 og 2014. Við greininguna var beitt tæki sem þróað var til að draga fram forsendur og sjónarmið kennaranna um hvað mótar […]

VIÐHORF UNGMENNA Í ÍSLENSKU FJÖLMENNINGARSAMFÉLAGI TIL MENNINGAR- OG TRÚARLEGS MARGBREYTILEIKA

Breytingar á samfélögum nútímans í átt til aukins fjölbreytileika hafa víðtæk áhrif á líf ungs fólks. Í íslensku samfélagi hefur hlutfall íbúa sem ekki hafa íslenskan ríkisborgararétt aukist undanfarna áratugi (Hagstofa Íslands, 2015a) og trúarlegur fjölbreytileiki vaxið (Hagstofa Íslands, 2015b). Markmið greinarinnar er að lýsa viðhorfum ungmenna til fjölbreytileika fólks í íslensku samfélagi hvað varðar […]

NÁTTÚRUVÍSINDAMENNTUN Á YNGRI STIGUM SKYLDUNÁMS: VIÐHORF UMSJÓNARKENNARA Á YNGSTA STIGI OG MIÐSTIGI GRUNNSKÓLA TIL KENNSLU NÁTTÚRUVÍSINDA

Með þátttöku íslenska skólakerfisins í alþjóðlegum samanburðarrannsóknum (TIMSS, PISA o.fl.) hefur náttúruvísindamenntun ótvírætt hlotið vaxandi athygli. Jafnframt hefur hugmyndinni um „náttúruvísindamenntun fyrir alla“ vaxið fiskur um hrygg. Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf umsjónarkennara á yngsta stigi og miðstigi grunnskóla til kennslu náttúruvísinda og skoða aðstæður til náms og kennslu. Hugmyndir þriggja reyndra náttúrufræðikennara […]

SVÆÐISBUNDIN ÁHRIF ÍSLENSKRA HÁSKÓLA

Mikill munur er á menntunarstigi þjóðarinnar eftir landshlutum. Árið 2011 höfðu þannig 38% íbúa höfuðborgarsvæðisins á aldrinum 25–64 ára lokið háskólaprófi en 21–23% í flestum öðrum landshlutum. Þessi munur skýrist að hluta af takmörkuðu framboði starfa sem krefjast háskólamenntunar en að hluta af skorti á háskólafólki til starfa. Í þessari rannsókn eru upptökusvæði og áhrif […]

RADDIR SKILNAÐARBARNA: UM JAFNA BÚSETU HJÁ FORELDRUM EFTIR SKILNAÐ

Í greininni er kynnt rannsókn á reynslu uppkominna skilnaðarbarna af jafnri búsetu hjá foreldrum eftir skilnað. Hún er framhald fyrri rannsókna höfunda um forsjá, búsetu, foreldrasamstarf og kynslóðasamskipti foreldra og ömmu/afa í 16 fjölskyldum. Rannsóknin er tvískipt: Megindlegur hluti um umfang og sýn 18–59 ára einstaklinga á landsvísu með reynslu af skilnaði foreldra og jafnri […]