##

Ragnhildur Bjarnadóttir. (2015). Leiðsögn: Lykill að starfsmenntun og skólaþróun. Reykjavík: Háskólaútgáfan. 195 bls.

Talsvert hefur verið skrifað í fræðaheiminum um vettvangsnám kennaranema, leiðsagnarhlutverkið og stuðning við nýja kennara í starfi fyrstu árin. Ragnhildur er einn þeirra fræðimanna sem hefur skrifað fjölda greina um þetta efni og er þetta önnur bók hennar. Árið 1993 sendi hún frá sér bókina Leiðsögn – liður í starfsmenntun kennara og er þessi nýja bók eðlilegt framhald hennar. Í öllum fræðum koma sífellt fram nýjar kenningar og það á einnig við um kenningar um leiðsagnarhlutverkið sem er einmitt dregið vel fram í þessari bók. Höfundur notar hugtakið starfstengd leiðsögn og skilgreinir það: „Leiðsögnin miðar að því að efla starfshæfni og fagmennsku einstaklinga, hópa og stofnana sem að henni koma“ (bls. 9).

Höfundur: Þorgerður Sigurðardóttir

► Sjá ritdóm

Um höfundinn

Þorgerður Sigurðardóttir (thorgerdursig@unak.is) lauk B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla Íslands 1983 og M.Ed.-prófi í stjórnun frá Háskólanum á Akureyri 2011. Hún hefur starfað sem móðurmálskennari í grunnskólum í Gautaborg og grunnskólakennari í Reykjavík og á Akureyri um árabil. Áður en hún hóf störf við Háskólann á Akureyri starfaði hún í fimm ár við skólastjórnun í grunnskóla á Akureyri. Frá árinu 2013 hefur hún verið verkefnisstjóri vettvangsnáms og æfingakennslu kennaranema á öllum aldursstigum og haft umsjón með námskeiðum tengdum því við kennaradeild Háskólans á Akureyri.