Þorvaldur Kristinsson. (2015). Þroskaþjálfar á Íslandi: Saga stéttar í hálfa öld. Reykjavík: Þroskaþjálfafélag Íslands. 272 bls.

Þetta er afar vönduð bók og umfjöllunarefnið nær langt út fyrir sögu þroskaþjálfastéttarinnar því að einnig er fjallað um þróun hugmyndafræði, menntunar, laga og stofnana sem sinna eiga þörfum fólks með þroskahömlun. Þótt búast megi við að saga starfsstéttar hafi afmarkaðan lesendahóp tekst höfundi þannig að skírskota til mun stærri hóps með því að fjalla allítarlega um kjör fólks með þroskahömlun á Íslandi á fimmtíu ára tímabili, 1965–2015.

Höfundur: Grétar L. Marínósson

► Sjá ritdóm

Um höfundinn

Gretar L. Marinósson (gretarlm@hi.is) er prófessor emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann lauk sálfræðimenntun frá Victoria University of Manchester 1968 og meistaranámi með rannsókn á málþroska nemenda með þroskahömlun við Hester Adrian Research Center for the Study of Mental Handicap 1970 og síðan framhaldsnámi í skólasálfræði frá University of Manchester 1972. Kennsluréttindanámi lauk hann frá Háskóla Íslands 1986 og doktorsnámi við Institute of Education University of London 2002. Hann hefur kennt í grunnskólum hér á landi og í Englandi og starfaði sem skólasálfræðingur í báðum löndum. Hann var umsjónarmaður með menntun sérkennara við Kennaraháskóla Íslands í 17 ár. Meginrannsóknarsvið hans er sérkennsla og nám án aðgreiningar en einnig hefur hann sinnt rannsóknum á menntun nemenda með þroskahömlun, á samskiptum og hegðun í skólum og á samstarfi foreldra og skóla.