Friðbjörg Ingimarsdóttir og Gunnar Hersveinn. (2016). Hugskot: Skamm-, fram- og víðsýni. Reykjavík: Iðnú.

„Samfélagið er allt í ruglinu“, sagði nemandi minn í kynja- og jafnréttisfræðslu í blaðaviðtali um árið. Þarna vísaði nemandinn til þess sem hann uppgötvaði þegar hann fór í markvissa rýni á samfélag sitt – með kynjagleraugum. Það er hægt að færa rök fyrir því að heimurinn sé allur í ruglinu, svo notað sé orðfæri nemandans. Ruglið má rekja til ákvarðana, mótunar, misréttis, forréttindablindu, valdabaráttu, hroka og aðgerðaleysis – svo eitthvað sé nefnt.

Höfundur: Hanna Björg Vilhjálmsdóttir

Sjá ritdóm

Um höfundinn

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir (hannabjorg@bhs.is) er kennari við Borgarholtsskóla. Hanna lauk BA-prófi í félagsfræði og sögu árið 2004 og MA-prófi í kennslufræðum árið 2006 frá Háskóla Íslands og hefur auk þess diplóma í fræðslustarfi og stjórnun. Hanna Björg er áhugakona um tilgang og markmið menntunar, lýðræðislega nálgun í kennslu, eflingu borgaravitundar og gagnrýninnar hugsunar í námi og kennslu. Hanna er upphafskona kynja- og jafnréttisfræðslu á framhaldsskólastigi og hefur haldið fjöldamörg námskeið og fyrirlestra um jafnréttisfræðslu, jafnrétti í skólastarfi og jafnréttismál almennt.