„VIÐ SKIPTUM MÁLI FYRIR SAMFÉLAGIГ. SAMFÉLAGSLEGT MIKILVÆGI OG FLÓKIN SAMKEPPNISSTAÐA TVEGGJA FRAMHALDSSKÓLA Í DREIFÐUM BYGGÐUM
Markmið rannsóknarinnar sem grein þessi fjallar um er að öðlast skilning á veruleika tveggja fámennra framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðisins, gildi þeirra í nærsamfélaginu, stöðu þegar kemur að samkeppni um nemendur og leiðum til að styrkja tilvist sína, með staðarsamhengi þeirra í huga. Greinin er byggð á viðtölum við stjórnendur, kennara og nemendur í skólunum tveimur og […]