Entries by Anna Bjarnadóttir

,

VINATENGSL UNGLINGA OG STUÐNINGUR VINA EFTIR UPPRUNA

Þau tengsl sem unglingar mynda við flutning til nýs lands geta ráðið miklu um líðan þeirra og velferð. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinatengsl eftir uppruna unglinga. Kannaður var fjöldi vina af íslenskum og erlendum uppruna og stuðningur frá þeim, tengsl vinafjölda og hlutfalls nemenda af erlendum uppruna í skóla þátttakenda og tengsl […]

,

„LEYFUM BÖRNUNUM AÐ BLÓMSTRA ÞAR SEM ÞAU HAFA STYRKLEIKANA“. REYNSLA FORELDRA AF STUÐNINGI VIÐ BÖRN MEÐ NÁMSERFIÐLEIKA

Hér er sagt frá niðurstöðum rannsóknar á upplifun og reynslu foreldra barna sem stríða við námserfiðleika í grunnskólum og hafa verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika, tilfinninga- og félagslega erfiðleika og tourette-heilkenni. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem snýst um stuðning við grunnskólanemendur með námserfiðleika. Markmið þessa hluta rannsóknarinnar var að […]

,

FULLGILDI LEIKSKÓLABARNA Í FJÖLBREYTTUM BARNAHÓPI: SÝN OG REYNSLA FORELDRA

Markmið rannsóknarinnar var að leita eftir sjónarmiðum foreldra um samstarf, starfshætti, samskipti og félagslega þætti leikskólastarfs í leikskóla barna þeirra. Börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn geta staðið höllum fæti þegar kemur að félagslegum þáttum starfsins. Tilgangurinn er að fá innsýn í sjónarmið foreldra um fullgildi barna þeirra í leikskólastarfi og varpa þannig ljósi á […]

,

HVERNIG GENGUR LEIKSKÓLAKENNURUM OG GRUNNSKÓLAKENNURUM AÐ SAMRÆMA VINNU OG EINKALÍF?

Almenn vellíðan fylgir því að ráða við daglegar áskoranir í lífinu, svo sem að geta haldið jafnvægi milli þeirra ólíku hlutverka sem við gegnum daglega. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvernig leikskólakennurum og grunnskólakennurum gengi að samræma vinnu og einkalíf og skoða tengsl þess við starfsánægju, löngun til að hætta í starfi, starfskröfur og […]

,

STYÐJANDI ÞÆTTIR Í STARFI GRUNNSKÓLA VIÐ KARLKYNS NÝLIÐA

Rannsóknin er um fyrstu tvö ár sjö kennslukarla í starfi sem grunnskólakennarar. Spurt var: Hvaða og hvers konar formlegir sem óformlegir þættir í skólunum reyndust styðjandi við starf nýju kennslukarlanna? Fram kom að formleg leiðsögn var takmörkuð en margt í starfi skólanna reyndist þeim notadrjúgt, þar með taldar góðar móttökur og vinsamlegt viðmót. Samvinnan við […]

FAGLEGT LÆRDÓMSSAMFÉLAG OG STARFSÁNÆGJA Í LEIKSKÓLUM

Áhersla hefur verið lögð á það í aðalnámskrá og víðar að leikskólar starfi eftir hugmyndum um lærdómssamfélag. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á stöðu faglegs lærdómssamfélags innan leikskóla og tengsl þess við menntunarlega stöðu og starfsánægju starfsfólks. Spurningakönnun var send til starfsfólks, annars en stjórnenda, á fimm leikskólum, byggð á mælitæki sem mælir […]

,

„VIÐ SEM UPPALENDUR OG SAMFÉLAG STÖNDUM ÁVALLT FRAMMI FYRIR ÞEIRRI SPURNINGU HVAÐA VEGANESTI KOMI ÆSKUNNI BEST“

Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (frá 1. ágúst 2019). Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1969 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar. Hún lauk B.A.-prófi í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands 1983 og meistaraprófi 1984 og doktorsprófi 1988 frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Sigrún hefur kennt við […]

FÉLAGSLEGUR ÓJÖFNUÐUR OG SÁLLÍKAMLEGAR UMKVARTANIR UNGLINGA 2006–2018

Lök lífsskilyrði unglinga, hvort heldur sem þau felast í bágri fjárhagsstöðu heimilisins ellegar í miklum samfélagslegum ójöfnuði, eru heilsufarslegur áhættuþáttur. Í þessari rannsókn voru notuð gögn úr íslenskum hluta alþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólabarna (Health Behaviour in School-Aged Children – HBSC). Svörum var safnað frá nemendum í 6., 8. og 10. bekk árin […]

AÐ GANGA INN Í VERÖLD ANNARRA ER ÖGRUN: LEIÐIR AÐ HUGMYNDUM KENNARA UM STARF SITT

Á síðari hluta 20. aldar komu fram kenningar og aðferðir í kennararannsóknum sem endurspegluðu nýja hugmyndafræði sem ætlað var að dýpka skilning á kennarastarfinu. Samkvæmt þessum kenningum er mikilvægt að öðlast dýpri skilning á hugmyndum kennaranna sjálfra og gefa þeim rödd til að efla þá í starfi og þróa skilvirka símenntun. Laða þarf fram hugmyndir […]

MENNTUN OG ÞÁTTTAKA Í NÝJU LANDI: REYNSLA INNFLYTJENDA, FLÓTTAFÓLKS OG SKÓLA

Fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög á Íslandi undanfarna áratugi. Menntakerfi gegna mikilvægu hlutverki við aðlögun barna og ungmenna að nýju samfélagi og við að stuðla að lýðræðislegri þátttöku þeirra. Markmið þessarar yfirlitsgreinar er að varpa ljósi á helstu niðurstöður nýlegra rannsókna höfundar og samstarfsfólks um málefni barna og ungmenna af erlendum uppruna. Fjallað […]