Entries by Anna Bjarnadóttir

„VIÐ SKIPTUM MÁLI FYRIR SAMFÉLAGIГ. SAMFÉLAGSLEGT MIKILVÆGI OG FLÓKIN SAMKEPPNISSTAÐA TVEGGJA FRAMHALDSSKÓLA Í DREIFÐUM BYGGÐUM

Markmið rannsóknarinnar sem grein þessi fjallar um er að öðlast skilning á veruleika tveggja fámennra framhaldsskóla utan höfuðborgarsvæðisins, gildi þeirra í nærsamfélaginu, stöðu þegar kemur að samkeppni um nemendur og leiðum til að styrkja tilvist sína, með staðarsamhengi þeirra í huga. Greinin er byggð á viðtölum við stjórnendur, kennara og nemendur í skólunum tveimur og […]

STAFURINN MINN OG STAFURINN ÞINN: ÞRÓUN STAFAÞEKKINGAR ÍSLENSKRA BARNA Á ALDRINUM 4-6 ÁRA

Markmið þessarar rannsóknar voru að skoða hvernig stafaþekking íslenskra barna þróast frá 4–6 ára aldurs, hvort börn læra fyrr að þekkja tiltekna stafi en aðra, hvort stafaþekking tengist félags- og menningarlegum bakgrunni, lestrarumhverfi á heimili eða málþroska barnanna og hvað einkenni þann hóp barna sem ekki hefur náð viðunandi tökum á stafaþekkingu við lok 1. […]

UM PILTA OG STÚLKUR Í ÍSLENSKA MENNTAKERFINU

Þessi grein lýsir stöðu nemenda eftir kyni innan íslenska menntakerfisins og frammistaða kynjanna er borin saman. Spurt er hvort markverður munur sé á frammistöðu drengja og stúlkna. Í ljós kemur að í grunnskóla standa stúlkur drengjum að meðaltali framar á samræmdum prófum í íslensku og drengir eru í miklum meirihluta þeirra tíu prósenta sem standa […]

AÐDRAGANDI, TILURÐ OG INNTAK ÍSLENSKRAR LÖGGJAFAR UM LÝÐSKÓLA

Um miðja nítjándu öld komu fram í Danmörku hugmyndir um annars konar nám en hefðbundið bóknám fyrir ungmenni landsins. Á grunni þeirra voru stofnaðir skólar í Danmörku sem nefndir voru lýðháskólar. Breiddust þeir hratt út á Norðurlöndum en festu ekki rætur á Íslandi með sama hætti. Samt sem áður hefur hugmyndafræði lýðháskólanna lifað hér á […]

MÓTUN VIÐHORFA KENNARANEMA TIL STÆRÐFRÆÐI OG TENGSL VIÐ ÁRANGUR

Erlendar rannsóknir hafa sýnt að algengt er að kennaranemar um allan heim hafi neikvæðar tilfinningar gagnvart stærðfræði og neikvæða mynd af sjálfum sér sem stærðfræðiiðkendum Í þessari rannsókn er sjónum beint að viðhorfum íslenskra kennaranema til stærðfræði og hvernig þau viðhorf mótast og þróast yfir tíma. 76 nemendur á öðru ári í kennaranámi skrifuðu um […]

ART VIRÐIST SMART: ÁRANGUR AF REIÐISTJÓRNUNARÚRRÆÐINU ART FYRIR BÖRN

Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur af reiðistjórnunarúrræðinu ART. Mat á árangri ART byggðist á svörum frá tólf börnum, tíu foreldrum þeirra og tólf kennurum þeirra. Notaðir voru ASEBA-listar sem eru skimunarlistar og mæla ýmis vandkvæði, fyrir og eftir ART, til að meta árangur úrræðisins. Marktækt færri vandkvæði komu fram hjá börnunum eftir ART en […]

ÞEGAR ENGINN ER Á MÓTI ER ERFITT AÐ VEGA SALT: REYNSLA NEMENDA AF ERLENDUM UPPRUNA AF ÍSLENSKUM GRUNNSKÓLA

Frá síðustu aldamótum hefur íslenskt samfélag tekið hröðum breytingum og hefur hlutfall íbúa sem teljast innflytjendur aukist úr 2,6% árið 2000 í 15% árið 2020 (Hagstofa Íslands, e.d.). Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að öðlast skilning á upplifun, samskiptum og félagslegri þátttöku nemenda af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum með það að […]

„ÁFRAM Í GEGNUM ÞENNAN BRIMSKAFL“: GREINING Á TILKYNNINGUM REKTORS HÁSKÓLA ÍSLANDS Á TÍMUM COVID 19

Mikilvægt er að standa vörð um jafnrétti kynjanna á tímum Covid 19 þar sem búast má við bakslagi, bæði vegna þess að staða undirskipaðra hópa versnar enn frekar og á óvissutímum er hætta á að jafnréttisáherslur mæti afgangi. Í greininni eru tilkynningar rektors Háskóla Íslands til nemenda og starfsfólks í kórónuveirufaraldrinum greindar út frá sjónarmiðum […]