Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir (ritstjórar). (2016). Leikum, lærum, lifum: Um grunnþætti menntunar í leikskólastarfi. Reykjavík: RannUng og Háskólaútgáfan. 271 bls.
Tilurð bókarinnar verður beint rakin til starfendarannsóknar sem fór fram í fimm sveitarfélögum og ber heitið: Leikum, lærum, lifum. Bókin er fag- og fræðibók um uppeldi og menntun ungra barna. Hún kom út á haustdögum 2016 og er gefin út af RannUng (Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna) og Háskólaútgáfunni. Ritstjórar eru Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir. Bókin er ætluð kennaranemum, kennurum og starfsfólki í leik- og grunnskólum, þeim sem móta stefnu í skólamálum og öðrum þeim sem láta sig menntun yngstu borgaranna varða.
Höfundur: Hildur Skarphéðinsdóttir
Um höfundinn
Hildur Skarphéðinsdóttir (hildurskarphedinsdotttir@gmail.com) er fyrrverandi skrifstofustjóri fagskrifstofu leikskólamála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Hún lauk prófi sem leikskólakennari 1972, diplóma í stjórnun 1988 og meistaragráðu, M.Sc., í Early Education frá University of Strathclyde í Glasgow 2002. Hildur hefur áralanga reynslu af leikskólastarfi sem leikskólakennari, leikskólastjóri og leikskólaráðgjafi. Hún hefur sótt fjölda ráðstefna og námskeiða, skrifað greinar m.a. um könnunarleikinn og innra mat leikskóla. Hildur hefur haldið námskeið m.a. um innra mat í leikskólanum og gefið út matsaðferðina Barnið í brennidepli (2005).