Entries by Anna Bjarnadóttir

, ,

Tímarit um uppeldi og menntun 33(1), 2024: Sérrit um leikskólastarf, tileinkað dr. Guðrúnu Öldu Harðardóttur leikskólakennara

Í ritinu eru átta ritrýndar greinar og fjórar ritstýrðar auk inngangs. Hér má lesa ritið í heild sinni:  Hér að neðan má nálgast hverja grein fyrir sig:  KRISTÍN DÝRFJÖRÐ Inngangur að sérriti Ritrýndar greinar: GUÐRÚN ALDA HARÐARDÓTTIR Fæðingarferli í sjálfsprottnum leik nokkurra stelpna: „Við verðum að ná í sjúkrabílinn! Ein stelpan er að fæða lítið […]

, ,

Inngangur að sérriti um leikskólastarf tileinkað dr. Guðrúnu Öldu Harðardóttur

Þegar lá fyrir að Háskólinn á Akureyri færi af stað með nám á háskólastigi, auglýsti háskólinn fyrsta starfið í háskólakennslu í leikskólafræðum á Íslandi. Guðrún Alda var í kjölfarið ráðin sem lektor og brautarstjóri. Næstu árin helgaði hún sig leikskólakennaranáminu með skýra framtíðarsýn á þróun þess. Hún lagði áherslu á að leikskólafræði sem fræðigrein væri […]

, , ,

Fæðingarferli í sjálfsprottnum leik nokkurra stelpna: „Við verðum að ná í sjúkrabílinn! Ein stelpan er að fæða lítið barn!“

Tilgangur og markmið rannsóknarinnar er að skoða hvernig börn túlka og endurskapa reynslu sína og þekkingu í sjálfsprottnum leik. Um er að ræða tilviksrannsókn sem fór fram í einum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknargögn voru myndbandsskráning. Leitast er við að skilja og túlka leikheim fimm fimm ára stelpna, með áherslu á kyngervi, túlkandi endursköpun, félagslega framsetningu […]

, , , ,

Malaguzzi, Aristotle and Dewey on the task of early-years moral education

Paying homage to one of Dr. Guðrún Alda Harðardóttir’s academic gurus, Loris Malaguzzi, this chapter compares and contrasts the views of Malaguzzi on early-years moral education with those of two of his own academic influencers, Aristotle and John Dewey. Regarding education at the preschool level, all three thinkers turn out to have strengths and weaknesses […]

, , ,

„Með fagvitund að vopni“: Upplifun leikskólakennara af hlutverki sínu í framvarðasveit í heimsfaraldri

Hlutverk leikskóla er margslungið og tekur mið af breytingum í samfélaginu hverju sinni. Á tímum heimsfaraldurs kom það vel í ljós hversu mikilvægu hlutverki leikskólar gegna í samfélaginu. Á einni nóttu upplifðu leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla sig vera komin í framvarðasveit þar sem starfsemi leikskóla var haldið gangandi á óvissutímum, þó með vissum takmörkunum, […]

, , ,

Að undrast heiminn: Heimspeki og börn

Í greininni er fjallað um hugmyndir barnaheimspekinnar, hugtökin heimspeki fyrir börn og heimspeki með börnum eru afmörkuð í samræmi við helstu kennismiði. Í framhaldi er fjallað um það hvort barnaheimspeki geti yfir höfuð talist heimspeki. Farið er yfir helstu mótbárur og svör og komist að þeirri niðurstöðu að barnaheimspeki sé heimspeki. Færð eru rök fyrir […]

, , ,

Sjálfsprottinn leikur með stafrænan og skapandi efnivið í leikskóla

Greinin fjallar um rannsókn sem gerð var í leikskóla til að skoða hvernig hægt er að samþætta stafræna tækni við sjálfsprottinn leik barna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif stafrænnar tækni á leik og sköpunargáfu barna og hlutverk kennara við samþættinguna. Níu fimm ára börn tóku þátt í smiðjum þar sem þau léku sér með […]

, , ,

Þrengsli í leikskólum

Áhyggjur af því að rými barna í leikskólum sé of lítið urðu til þess að ákveðið var að rannsaka það. Mældar voru 38 leikskóladeildir í 30 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu og tekin viðtöl við deildarstjóra í þriðjungi skólanna. Hér er gerð grein fyrir völdum hlutum rannsóknarinnar. Í fyrsta lagi er sagt frá þróun reglna um rými […]

, , , ,

A realistic nostalgia for the future — exploring materials and material utterings in a preschool for sustainability

In Nordic kindergarten, activities with materials have had a significant position historically. The Norwegian term “forming” includes both the material-based craftwork and the art area. Research shows that creative activity with materials constitutes a smaller part of the content in the kindergarten than before. The aim of this article is 1) to provide a historical […]