Entries by Anna Bjarnadóttir

,

ÍSLENSKA Í GRUNNSKÓLUM OG FRAMHALDSSKÓLUM

Kristján Jóhann Jónsson og Ásgrímur Angantýsson (ritstjórar). (2018). Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum. Reykjavík: Háskólaútgáfan. 273 bls. Bókin Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum kom út í kilju hjá Háskólaútgáfunni árið 2018. Hún byggist á skrifum um rannsóknarverkefnið Íslenska sem námsgrein og kennslutunga (skammstafað ÍNOK). Að því komu Menntavísindasvið Háskóla Íslands, kennaradeild Háskólans á Akureyri, Íslensku- […]

GRUNNSKÓLASTJÓRAR Á ÖNDVERÐRI 21. ÖLD: HLUTVERK OG GILDI

Nútímakenningar um skólastjórnun beina kastljósinu m.a. að sýn skólastjóra á hlutverk sitt, þeim gildum sem hafa áhrif á starfshætti þeirra (Begley, 2004; Branson, 2005) og hvernig þeir forgangsraða verkefnum sínum. Á síðasta aldarfjórðungi hafa höfundar þessarar greinar rannsakað viðhorf skólastjóra í grunnskólum með spurningalistakönnunum, þ.e. 1991, 2001 og 2006 (Börkur Hansen, Ólafur H. Jóhannsson og […]

MÓTUN STARFSKENNINGAR NÝRRA FRAMHALDSSKÓLAKENNARA: HVAÐA ÞÆTTIR RÁÐA FÖR?

Fyrstu tvö árin í starfi hafa mikilvæg áhrif á fagmennsku kennara. Í greininni er sjónum beint að mótun starfskenningar nýrra framhaldsskólakennara til að skilja betur hvaða þættir ráða þar för. Rannsóknin er byggð á eigindlegum gögnum.1 Í ársbyrjun 2016 voru tekin viðtöl við átta nýliða í framhaldsskólum. Niðurstöður benda til þess að nýir kennarar átti […]

„ÉG VIRÐIST ALLTAF FALLA Á TÍMA“: REYNSLA NEMENDA SEM GLÍMA VIÐ NÁMSVANDA Í HÁSKÓLA ÍSLANDS

Háskólar þurfa að bregðast við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun og reynslu nemenda sem stunda nám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu nemenda sem glíma við námsvanda. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvað […]

TENGSL LESTRARÁHUGAHVATAR OG LESSKILNINGS NEMENDA Á MIÐSTIGI GRUNNSKÓLA

Rannsóknir sýna að lestraráhugahvöt hefur áhrif á ýmsar hliðar lestrarfærni, svo sem umskráningu, lesskilning og orðaforða. Börn með litla lestraráhugahvöt lesa minna en jafnaldrar með meiri lestraráhuga og sterk tengsl eru á milli slakrar lestraráhugahvatar, lítils lestrar og lestrarerfiðleika. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig lestraráhugahvöt birtist í 5. og 6. bekk meðal íslenskra nemenda, […]

AÐ VINNA MEISTARAPRÓFSVERKEFNI Í NÁMSSAMFÉLAGI NEMENDA OG LEIÐBEINENDA

Í greininni er fjallað um sameiginlega hópleiðsögn þriggja leiðbeinenda meistaranema. Tilgangur rannsóknarinnar var að sýna fram á gildi þess að búa til námssamfélag nemenda og kennara um vinnu að meistaraprófsverkefni. Markmið rannsóknarinnar var að auka skilning á vinnuferli nemenda í meistaraprófsverkefni og lýsa því hvernig við byggðum upp námssamfélag þeirra yfir sex ára tímabil. Við […]

„ALLT SEM ÉG ÞRÁI“: MENNTUN OG SKÓLAGANGA BARNA SEM LEITA ALÞJÓÐLEGRAR VERNDAR Á ÍSLANDI

Börm sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi eiga rétt á skólagöngu og viðeigandi menntun eins og önnur börn. Engu að síður hefur hvorki verið samræmd né skýr stefna um það hvernig menntun barna í þessari stöðu skuli háttað hér á landi. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa og greina upplifun og reynslu barna og foreldra sem […]

FRÁ ÚTILOKUN TIL VALKVÆÐRAR ÞÁTTTÖKU: FEÐUR Í UPPELDISRITUM 1846–2010

Hugmyndir um föður- og móðurhlutverkið skipta meginmáli fyrir stöðu og möguleika karla og kvenna. Samfélagslegir þættir þeirra hlutverka eru breytingum háðir og hvíla meðal annars á þeim félagslegu römmum sem konum og körlum eru settir og samfélagslegri orðræðu. Í þessari grein er fjallað um það hvernig föðurhlutverkið birtist í bókum og bæklingum sem út komu […]

KYNFERÐISEINELTI OG MÓTUN KVENLEIKANS Í ÍSLENSKRI SKÓLAMENNINGU

Kynferðiseinelti er einelti sem beinist að kynferði þess sem fyrir því verður, undir þeim formerkjum að viðkomandi sýni ekki viðtekinn kvenleika eða karlmennsku. Einelti af þessu tagi hefur lítið verið skoðað með fræðilegum hætti hérlendis. Í greininni er fjallað um kynferðiseinelti og upplifun ungmenna sem hafa af því reynslu. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt en gagnasöfnun […]

UPPRIFJUNARÁFANGAR FRAMHALDSSKÓLA Í STÆRÐFRÆÐI: SKAPANDI OG KREFJANDI VINNA EÐA STAGL?

Í greininni eru könnuð viðhorf framhaldsskólakennara til viðfangsefna er lúta að gagnrýninni og skapandi hugsun í upprifjunaráföngum í stærðfræði. Byggt er á viðtalsrannsókn þar sem fimm kennarar úr þremur framhaldsskólum tóku þátt. Tekin voru viðtöl bæði áður en og eftir að kennararnir lögðu verkefni fyrir nemendur í upprifjunaráföngum, þar sem beita þurfti gagnrýninni og skapandi […]