„VIÐ SEM UPPALENDUR OG SAMFÉLAG STÖNDUM ÁVALLT FRAMMI FYRIR ÞEIRRI SPURNINGU HVAÐA VEGANESTI KOMI ÆSKUNNI BEST“
Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (frá 1. ágúst 2019). Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1969 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar. Hún lauk B.A.-prófi í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands 1983 og meistaraprófi 1984 og doktorsprófi 1988 frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Sigrún hefur kennt við […]