Entries by Anna Bjarnadóttir

LÝÐRÆÐISLEG HÆFNI FYRIR LÝÐRÆÐISLEGA MENNINGU

Frá því á áttunda áratugnum hefur lýðræðisleg borgaravitund verið markmið íslensks menntakerfis og viðfangsefni Sigrúnar Aðalbjarnardóttur í kennslu og rannsóknum. Á síðustu áratugum hefur orðið vitundarvakning um þessi málefni. Í nýlegu riti Evrópuráðsins, Competences for Democratic Culture, er sett fram líkan með 20 ólíkum tegundum af hæfni sem lýðræðisleg borgaravitund krefst, þar sem hæfnin er […]

BORGARAVITUND UNGMENNA SKOÐUÐ Í LJÓSI UPPELDISSÝNAR FORELDRA ÞEIRRA

Mikilvægt er fyrir framtíð lýðræðissamfélaga að hlúa strax í æsku að borgaravitund barna og ungmenna, bæði góðum gildum og þátttöku í samfélaginu. Í þessari tilviksrannsókn var skoðað hvernig borgaravitund tveggja ungmenna endurspeglar uppeldissýn foreldra þeirra og gefa meginniðurstöður hennar til kynna skýra samsvörun þar á milli. Veganesti foreldranna var áhersla á náin samskipti sem einkenndust […]

VIRÐING: LYKILÞÁTTUR Í KYNHEILBRIGÐI UNGS FÓLKS

Í íslenskum og erlendum samfélögum bendir margt til þess að vanvirðingar gæti gagnvart kynverund einstaklingsins og er MeToo-byltingin dæmi um viðbragð við þeim vanda. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hugtökin virðingu og vanvirðingu í sambandi við kynheilbrigði ungs fólks og út frá rétti þess til kynheilbrigðis. Gerð var endurgreining á tveimur eigindlegum […]

HVAÐ ER SJÁLFSTJÓRNUN OG HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR HÚN FYRIR ÞROSKA BARNA OG UNGMENNA?

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á rannsóknum á sjálfstjórnun (e. self-regulation) á síðustu áratugum. Rannsóknir sem sprottnar eru úr margvíslegum fræðilegum grunni hafa sýnt að geta barna, ungmenna og fullorðinna til að stýra eigin hugsun, hegðun og tilfinningum stuðlar að heilbrigðum þroska á fjölmörgum sviðum lífsins, allt frá samskiptum til námsgengis og heilsufars. Því liggur fyrir […]

LÝÐRÆÐISLEG GILDI, SAMRÆÐA OG HLUTVERK MENNTUNAR

Ákvæði grunnskólalaga um að búa eigi nemendur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi er hér skoðað í ljósi hugmynda Sigrúnar Aðalbjarnardóttur. Skólastarf í anda þessa ákvæðis veltur óhjákvæmilega á því hvaða skilningur er lagður í lýðræði, hvað það þýði að búa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Kynnt eru til sögunnar þrjú lýðræðisviðhorf sem fela í sér ólíka sýn […]

INNFLYTJENDAFJÖLSKYLDUR MEÐ FÖTLUÐ BÖRN: REYNSLA FORELDRA

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig innflytjendafjölskyldur sem eiga fötluð börn takast á við daglegt líf hér á landi, samskipti þeirra við nærsamfélagið og þjónustukerfin sem ætlað er að styðja fjölskyldur fatlaðra barna. Rannsóknarsniðið var eigindlegt og byggðist á viðtölum við foreldra og þátttökuathugunum á heimilum þeirra. Tólf innflytjendafjölskyldur tóku þátt í rannsókninni. Þær höfðu […]

NÁMSFRAMVINDA NEMENDA Í MEISTARANÁMI VIÐ HÁSKÓLANN Á AKUREYRI

Greinin fjallar um niðurstöður tilviksrannsóknar þar sem leitast var við að greina hvaða þættir styðja og hverjir hamla námsframvindu nemenda í meistaranámi við Háskólann á Akureyri. Tekin voru viðtöl við þrettán útskrifaða meistaranemendur af öllum fræðasviðum sem lokið höfðu námi á tímabilinu 2010 til 2016. Meginniðurstöðurnar eru þær að reglubundnar staðlotur í náminu opnuðu nemendum […]

„KONUR ERU MEÐ BREIÐARI FAÐM“: KYNJUÐ SÝN SKÓLASTJÓRA Á GRUNNSKÓLAKENNARASTARFIÐ

Töluvert hefur verið fjallað um kvenvæðingu kennarastarfsins og hvort hún skipti máli fyrir starfsemi skóla. Þetta vakti áhuga okkar á sýn skólastjórnenda á kyngervi og því hvernig þeir telja að það móti hlutverk, starfsumhverfi og væntingar til kennara. Fræðilegt sjónarhorn þessarar rannsóknar er feminískur póststrúktúralismi en gögnin sem voru þemagreind samanstanda af átta hálfopnum viðtölum […]

ER BÚSETUMUNUR Á NÁMSÁRANGRI ÞEGAR ÓLÍK ÞJÓÐFÉLAGSSTAÐA ER TEKIN MEÐ Í REIKNINGINN?

Um áratugaskeið hafa yfirvöld menntamála hér á landi kynnt niðurstöður samræmdra prófa og PISA-rannsóknar OECD þannig að búseta sé önnur lykilbreytan til skýringar á námsframmistöðu ásamt kyni. Framleiðsla stjórnsýslu menntamála á þekkingu á tengslum búsetu og námsárangurs var skoðuð, rætt er hvernig skilgreiningar móta sýn á búsetumuninn og niðurstöður rannsókna á tengslum búsetu og þjóðfélagsstöðu […]