Í greininni er fjallað um þróun aðsóknar í starfsnám á framhaldsskólastigi á Íslandi á tímabilinu 2006–2024. Gögn um umsóknir um starfsnám eru notuð til að skoða hvernig aðsókn hefur þróast eftir starfsgreinaflokkum. Auk þess að greina þróun aðsóknar er markmið greinarinnar að skoða hvort hægt sé að greina almenna þætti
sem hafa áhrif á þróun aðsóknar í starfsnám eða hvort þróunin sé mismunandi eftir starfsgreinaflokkum.
Niðurstöður benda til þess að aukin aðsókn síðustu ára stafi einkum af vexti í ákveðnum starfsgreinaflokkum en aðsókn hafi staðið í stað eða minnkað í öðrum greinaflokkum. Greina mátti áhrif nokkurra almennra þátta í þróun aðsóknar, til dæmis efnahagshrunsins og breytinga á umgjörð framhaldsskólans. Einnig mátti greina sértæka þætti tengda þróun tiltekinna starfsgreina. Samspil áhrifaþátta sem tengjast stöðu og þróun atvinnulífsins, starfsgreina og menntakerfisins er flókið og ef efla á starfsnám er nauðsynlegt að taka mið af því, sem og sérstöðu tiltekinna starfsgreina eða starfsgreinaflokka.
Höfundur: Elsa Eiríksdóttir
Efnisorð: starfsmenntun, framhaldsskóli, aðsókn í nám






