Þegar lá fyrir að Háskólinn á Akureyri færi af stað með nám á háskólastigi, auglýsti háskólinn fyrsta starfið í háskólakennslu í leikskólafræðum á Íslandi. Guðrún Alda var í kjölfarið ráðin sem lektor og brautarstjóri. Næstu árin helgaði hún sig leikskólakennaranáminu með skýra framtíðarsýn á þróun þess. Hún lagði áherslu á að leikskólafræði sem fræðigrein væri höfð að leiðarljósi, ásamt samþættingu fræða og náms á vettvangi. Það er ljóst að munað hefur um það starf sem unnið var þessi ár í Háskólanum á Akureyri og það hefur skilað íslensku leikskólasamfélagi öflugu liðsfólki í áranna rás.

Höfundur: Kristín Dýrfjörð

Lesa inngang