Athuganir og skráningar eru hugtök sem eru notuð yfir aðferðir við að safna markvisst gögnum í leikskólastarfi. Um er að ræða leiðir til að afla upplýsinga um nám, þroska og líðan barna svo dæmi séu tekin. Sumar leiðir við athuganir og skráningar eru staðlaðar en aðrar opnari, allt eftir því hvaða hugmyndafræði liggur að baki og að hvaða markmiði er stefnt. Í rannsókninni sem hér er kynnt var lögð spurningakönnun fyrir starfsfólk leikskóla til að fá skýrari sýn á það hvaða leiðir eru notaðar við skráningar og athuganir og hvernig þær eru nýttar í starfinu. Niðurstöður sýna að algengustu aðferðirnar eru atferlisathuganir og uppeldisfræðileg skráning. Staðlaðar leiðir þykja fljótlegri og gefa góða raun og starfsfólk finnur fyrir þrýstingi á að nota þær frekar en opnari aðferðir. Einnig kemur skýrt fram að margt í leikskólastarfinu virðist hindra að athuganir og skráningar fari fram, svo sem mannekla og álag, en almennt segist starfsfólk nota athuganir og skráningar töluvert til að bæta nám og líðan barna

Höfundar: Helena Sjørup Eiríksdóttir og Anna Elísa Hreiðarsdóttir

Efnisorð: leikskóli, athuganir, skráningar, starfshættir leikskóla, starfsfólk leikskóla

Lesa grein