Greinin fjallar um rannsókn sem gerð var í leikskóla til að skoða hvernig hægt er að samþætta stafræna tækni við sjálfsprottinn leik barna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif stafrænnar tækni á leik og sköpunargáfu barna og hlutverk kennara við samþættinguna. Níu fimm ára börn tóku þátt í smiðjum þar sem þau léku sér með forritanlega þjarka og stafrænan efnivið ásamt hefðbundnum efnivið eins og blöðum, litum og legókubbum. Niðurstöður sýna að þegar stafræn tækni er meðvitað og markvisst innleidd í leikskólaumhverfið getur hún auðgað leik barna, aukið sköpunargáfu þeirra og eflt hæfni til að leysa vandamál, án þess að draga úr gæðum sjálfsprottins leiks. Kennarar gegna lykilhlutverki í að skapa umhverfi þar sem börn fá rými til að leika sér á eigin forsendum. Greinin undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda jafnvægi milli nýrrar tækni og hefðbundinna aðferða og gefur innsýn í hvernig hægt er að skapa námsumhverfi sem tekur tillit til tæknilegrar þróunar samtímans.

Höfundur: Kristín Dýrfjörð

Efnisorð: leikur, stafrænn efniviður, sjálfsprottinn leikur, stuðningur við leik

Lesa grein