Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á núverandi úthlutun og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla með það í huga að skoða hvaða breytinga er þörf til að fjármögnun styðji starfshætti sem einkenna hugmyndafræði og stefnu um menntun fyrir alla. Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem byggt var á gögnum úr samstarfsverkefni þrettán sveitarfélaga um fjármögnun menntunar fyrir alla í grunnskólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að allt bendir til þess að úthlutun og ráðstöfun fjármagns til skóla sé sambærileg milli sveitarfélaganna þrettán sem tóku þátt í verkefninu. Töldu þátttakendur að fjármögnun grunnskóla byggðist á úreltum aðferðum, svo sem áherslu á flokkun og greiningu nemenda, sem þörf sé á að endurskoða með það að markmiði að auka sjálfræði skólastjórnenda í ráðstöfun fjármuna svo að þeir geti stutt skólana betur sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi. Þannig geti fjármögnun stutt breytingar á skólamenningu, kennsluháttum og skipulagi stuðnings innan skóla.

Höfundar: Edda Óskarsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir

Sjá grein hér

Efnisorð: menntun fyrir alla, fjármögnun grunnskóla, skólaþróun, lærdómssamfélag