Entries by Ingunn Eyþórsdóttir

,

„VIÐ SEM UPPALENDUR OG SAMFÉLAG STÖNDUM ÁVALLT FRAMMI FYRIR ÞEIRRI SPURNINGU HVAÐA VEGANESTI KOMI ÆSKUNNI BEST“

Sigrún Aðalbjarnardóttir er prófessor emeritus í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (frá 1. ágúst 2019). Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1969 og stúdentsprófi frá sama skóla ári síðar. Hún lauk B.A.-prófi í uppeldisfræði frá Háskóla Íslands 1983 og meistaraprófi 1984 og doktorsprófi 1988 frá Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Sigrún hefur kennt við […]

FÉLAGSLEGUR ÓJÖFNUÐUR OG SÁLLÍKAMLEGAR UMKVARTANIR UNGLINGA 2006–2018

Lök lífsskilyrði unglinga, hvort heldur sem þau felast í bágri fjárhagsstöðu heimilisins ellegar í miklum samfélagslegum ójöfnuði, eru heilsufarslegur áhættuþáttur. Í þessari rannsókn voru notuð gögn úr íslenskum hluta alþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólabarna (Health Behaviour in School-Aged Children – HBSC). Svörum var safnað frá nemendum í 6., 8. og 10. bekk árin […]

AÐ GANGA INN Í VERÖLD ANNARRA ER ÖGRUN: LEIÐIR AÐ HUGMYNDUM KENNARA UM STARF SITT

Á síðari hluta 20. aldar komu fram kenningar og aðferðir í kennararannsóknum sem endurspegluðu nýja hugmyndafræði sem ætlað var að dýpka skilning á kennarastarfinu. Samkvæmt þessum kenningum er mikilvægt að öðlast dýpri skilning á hugmyndum kennaranna sjálfra og gefa þeim rödd til að efla þá í starfi og þróa skilvirka símenntun. Laða þarf fram hugmyndir […]

MENNTUN OG ÞÁTTTAKA Í NÝJU LANDI: REYNSLA INNFLYTJENDA, FLÓTTAFÓLKS OG SKÓLA

Fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög á Íslandi undanfarna áratugi. Menntakerfi gegna mikilvægu hlutverki við aðlögun barna og ungmenna að nýju samfélagi og við að stuðla að lýðræðislegri þátttöku þeirra. Markmið þessarar yfirlitsgreinar er að varpa ljósi á helstu niðurstöður nýlegra rannsókna höfundar og samstarfsfólks um málefni barna og ungmenna af erlendum uppruna. Fjallað […]

LÝÐRÆÐISLEG HÆFNI FYRIR LÝÐRÆÐISLEGA MENNINGU

Frá því á áttunda áratugnum hefur lýðræðisleg borgaravitund verið markmið íslensks menntakerfis og viðfangsefni Sigrúnar Aðalbjarnardóttur í kennslu og rannsóknum. Á síðustu áratugum hefur orðið vitundarvakning um þessi málefni. Í nýlegu riti Evrópuráðsins, Competences for Democratic Culture, er sett fram líkan með 20 ólíkum tegundum af hæfni sem lýðræðisleg borgaravitund krefst, þar sem hæfnin er […]

BORGARAVITUND UNGMENNA SKOÐUÐ Í LJÓSI UPPELDISSÝNAR FORELDRA ÞEIRRA

Mikilvægt er fyrir framtíð lýðræðissamfélaga að hlúa strax í æsku að borgaravitund barna og ungmenna, bæði góðum gildum og þátttöku í samfélaginu. Í þessari tilviksrannsókn var skoðað hvernig borgaravitund tveggja ungmenna endurspeglar uppeldissýn foreldra þeirra og gefa meginniðurstöður hennar til kynna skýra samsvörun þar á milli. Veganesti foreldranna var áhersla á náin samskipti sem einkenndust […]

VIRÐING: LYKILÞÁTTUR Í KYNHEILBRIGÐI UNGS FÓLKS

Í íslenskum og erlendum samfélögum bendir margt til þess að vanvirðingar gæti gagnvart kynverund einstaklingsins og er MeToo-byltingin dæmi um viðbragð við þeim vanda. Tilgangur þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á hugtökin virðingu og vanvirðingu í sambandi við kynheilbrigði ungs fólks og út frá rétti þess til kynheilbrigðis. Gerð var endurgreining á tveimur eigindlegum […]

HVAÐ ER SJÁLFSTJÓRNUN OG HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR HÚN FYRIR ÞROSKA BARNA OG UNGMENNA?

Gríðarleg fjölgun hefur orðið á rannsóknum á sjálfstjórnun (e. self-regulation) á síðustu áratugum. Rannsóknir sem sprottnar eru úr margvíslegum fræðilegum grunni hafa sýnt að geta barna, ungmenna og fullorðinna til að stýra eigin hugsun, hegðun og tilfinningum stuðlar að heilbrigðum þroska á fjölmörgum sviðum lífsins, allt frá samskiptum til námsgengis og heilsufars. Því liggur fyrir […]

LÝÐRÆÐISLEG GILDI, SAMRÆÐA OG HLUTVERK MENNTUNAR

Ákvæði grunnskólalaga um að búa eigi nemendur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi er hér skoðað í ljósi hugmynda Sigrúnar Aðalbjarnardóttur. Skólastarf í anda þessa ákvæðis veltur óhjákvæmilega á því hvaða skilningur er lagður í lýðræði, hvað það þýði að búa og starfa í lýðræðisþjóðfélagi. Kynnt eru til sögunnar þrjú lýðræðisviðhorf sem fela í sér ólíka sýn […]